Nýr leikmaður Sigurbergur BjarnasonPrenta

Fótbolti

Nýr leikmaður bættist við leikmannahópinn í kvöld þegar Sigurbergur Bjarnason skrifaði undir tveggja ára samning við Njarðvík. Sigurbergur er ekki ókunnugur í okkar röðum en skipti frá okkur yfir til Keflavíkur í 4. flokki. Sigurbergur á að baki 3 landsleiki með U 16 og 3 með U 17, ásamt einum leikum leik með Keflavík í Pepsideildinni.

Knattspyrnudeild býður þennan efnilega leikmann velkominn heim í Njarðvík.

Mynd/ Þjálfararnir Rafn og Snorri Már ásamt Sigurberg