Nú er loksins langþráður draumur orðinn að veruleika. Gamla fimleika parket gólfið sem mátti muna fífil sinn fegurri var látið víkja fyrir nýtísku undirlagi sérhönnuðu fyrir lyftingar og líkamsrækt.
Massamenn og konur sem voru viljugir til verksins sem lögðu af stað í það verkefni að rífa gólfið sunnudaginn 3.ágúst og tíu dögum og ca. 170 vinnustundum síðar var salurinn klár og glæsilegri sem aldrei fyrr og er það mál manna að salurinn sé bæði bjartari og rýmri um að líta.