Æfingar hefjast að nýju hjá yngri flokkum fimmtudaginn 29. september nk. Búið er að opna fyrir skráningar í skráningarkerfi okkar á umfn.is og eru allar upplýsingar að finna í tenglinum hér fyrir neðan. Æfingataflan er tilbúin en við að sjálfsögðu áskiljum okkur rétta á að gera breytingar á henni ef þurfa þykir en við leggjum af stað með hana svona.
Þjálfarar yngri flokka eru eftirtaldir; Þórir Rafn Hauksson verður áfram með 3. flokk, Jón Ásgeir Þorvaldsson er með 4. flokk, Jón Ásgeir er að hefja störf hjá okkur en hann er íþróttakennari í Akurskóla og með 5. flokk er Freyr Brynjarsson en hann er einnig íþróttakennari í Akurskóla. Freyr sá um 8. flokk sl. vetur og mun áfram sjá um hann. Með 6. flokk er Guðni Erlendsson, hann var með 6. og 5. flokk á síðasta starfsári. Ingi Þór Þórisson mun síðan vera áfram með 7. flokk.
Við bjóðum alla iðkendur velkomna til starfa á ný eftir gott stopp í mánuð, einnig bjóðum við alla nýja iðkendur velkomna. Allir yngri flokkar erum með samskiptasíður fyrir foreldra og forráðamenn iðkenda á Facebook og hvetjum við ykkur til að sækja um aðgang að þeim. Einnig þeir sem eru að flytjast upp um flokk að óska eftir aðgangi að nýjum flokki.
Í 8. flokki er fyrir drengi og stúlkur í árgöngum 2011 og 2012, dagskráin sett upp sem eitt námskeið sem hefst einnig fimmtudaginn 29. september og byrjar kl.17:20 og stendur í 50 mínótur eða til kl. 18:10 og fer fram í Reykjaneshöll. Upplýsingar um flokkinn er að finna á Facebooksíðu flokksins og þar er sér skráningartengill.
Æfingagjöld og skráningarupplýsingar 2016-17
Æfingatafla yngri flokka 2016-17
Slóðir á síðurnar sem eru allar lokaðar, sækið um aðgang
Síða 3. flokks https://www.facebook.com/groups/976136292411987/
Síða 4. flokks https://www.facebook.com/groups/223667537793126/?fref=ts
Síða 5. flokks https://www.facebook.com/groups/617457751602488/?fref=ts
Síða 6. flokks https://www.facebook.com/groups/361293423920712/?fref=ts
Síða 7. flokks https://www.facebook.com/groups/774291949305095/?fref=ts
Síða 8. flokks https://www.facebook.com/groups/352193328290702/?fref=ts