Oddadagur: Allir í Ólafssal!Prenta

Körfubolti

Lokaleikur Subwaydeildar kvenna þetta tímabilið fer fram í kvöld. Oddaleikur milli Njarðvíkur og Hauka í Ólafssal í Hafnarfiðri kl. 19.30. Sigurvegarinn hampar Íslandsmeistaratitlinum! Njarðvíkingar fjölmennum græn í Hafnarfjörð!

Eins og flestum er kunnugt er staðan 2-2 í einvíginu og því er oddaleikur í kvöld. Liðin hafa aðeins unnið á útivelli til þessa og við ætlum að halda því áfram.

Heimamenn í Haukum eru að bjóða okkur að taka þátt í að slá áhorfendamet í Ólafssal og við svörum því kalli með glöðu geði Njarðvíkingar. Leikurinn er 19.30 en Haukar verða með hamborgara klára frá kl. 18.15.

Úrslit leikja í seríunni:
Leikur 1: Haukar 59-70 Njarðvík
Leikur 2: Njarðvík 62-82 Haukar
Leikur 3: Haukar 69-78 Njarðvík
Leikur 4: Njarðvík 51-60 Haukar
Oddaleikur (leikur 5): Í kvöld kl. 19.30

Áfram Njarðvík – Fyrir fánann!

Við styðjum Njarðvík: