Oddaleikur í kvöld: Opnað inn í sal kl. 19:15Prenta

Körfubolti

Í kvöld er risavaxinn leikur þegar Njarðvík tekur á móti ÍR í oddaleik 8-liða úrslita Domino´s-deildar karla. Ljónin ætla sér ekkert annað en sigur í þessum leik og hann hefst með öflugum stuðningi úr stúkunni. Allir grænir!

Leikurinn sjálfur hefst kl. 20:15 og opnað verður inn í sal kl. 19:15 en miðasala hefst lauslega fyrir kl. 19 og þá verður einnig hægt að kaupa ljúffengu borgarana sem meistararnir Friðrik Erlendur Stefánsson og Grétar Hermannsson sjá um að grilla.

Þið sem eigið eftir að fjárfesta í grænu og góðu stuðningsmannabolunum þurfið ekki að hafa áhyggjur, þeir verða til sölu fyrir leik í kvöld.

Njarðvíkingar! Nú fylgjum við stuðningsmannasveitinni hvítu ljónunum að málum og látum vel í okkur heyra, það jafnast ekkert á við yfirfulla Ljónagryfju.

#ÁframNjarðvík