Oddur Rúnar leikur með UMFNPrenta

Körfubolti

KKD. UMFN hefur samið við bakvörðinn Odd Rúnar Kristjánsson. Oddur er kunnugur Ljónagryfjunni en hann lék áður með okkur Njarðvíkingum frá 2015-2018.

„Ég hlakka mikið til komandi tímabils eftir að hafa verið fjarverandi í langan tíma. Það er þvílík stemning hérna í Njarðvík. Ég mun reyna að hjálpa liðinu eins og ég get til að ná þeim markmiðum sem hér eru fyrir.“ sagði Oddur í samtali við miðla UMFN.

Oddur er 27 ára bakvörður sem kemur til með að styrkja en frekar við hópinn á komandi tímabili.