Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og Ungó hafa gert með sér nýjan samstarfssamning en Ungó hefur um árabil stutt myndarlega við starfsemi deildarinnar.
Valgeir Magnússon eigandi Ungó og Kristín Örlygsdóttir handsöluðu samstarfið í kvöldsólinni á mánudag. Ungó er þar með áfram í flokki öflugra samstarfsaðila Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Við að sjálfsögðu hvetjum alla til þess að gera sér ferð til Valla á Ungó en starfsemina má líka kynna sér hér á Facebook-síðu þeirra.