Njarðvíkurkonur unnu öflugan 57-70 útisigur á Keflavík b í 1. deild kvenna síðastliðinn laugardag. Njarðvík var við stjórnartaumana frá upphafi til enda og skellti toppliðinu!
Vilborg Jónsdóttir var stigahæst í leiknum með 16 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar en næst henni var Jóhanna Lilja Pálsdóttir með 15 stig og 2 fráköst – tölfræði leiksins
Eftir sigurinn er Njarðvík með 20 stig í 3.-4. sæti deildarinnar eins og ÍR sem hafa betur innbyrðis gegn okkur og eiga leik til góða. Keflavík er nú í 2. sæti með 22 stig og Fjölnir trónir á toppi deildarinnar með 24 stig.
Næsti leikur er á heimavelli þann 18. febrúar þegar Njarðvík getur á móti Grindavík b í Njarðtaksgryfjunni.