Öflugur sigur í GarðabæPrenta

UMFN

Njarðvík landaði tveimur sterkum stigum í Garðabæ í gærkvöldi með 67-88 sigri á Stjörnunni. Okkar menn tóku snemma völdin í leiknum og sigldu sigrinum örugglega í höfn. Sex leikmenn voru með 10 stig eða meira í leiknum en Oddur Rúnar Kristjánsson var stigahæstur með 20 stig en Lisandro og Mario komu báðir til hafnar með tvennu, Lisandro með 16 stig og 11 fráköst en Mario með 12 stig og 11 fráköst.

Hér að neðan má nálgast allar helstu umfjallanir um leikinn:

Vísir.is: Njarðvík grillaði Stjörnuna í Mathús Garðabæjar-höllinni

Mbl.is: Njarðvík fór illa með Stjörnuna

Karfan.is: Njarðvík betri allan tímann í Ásgarði