Öflugur sigur í GrindavíkPrenta

Körfubolti

Njarðvík vann mikilvægan sigur á Grindavík í gær í Subwaydeild kvenna 72-87. Eftir leiki gærkvöldsins er Njarðvík áfram í 4. sæti Subwaydeildarinnar.

Njarðvík á sex deildarleiki eftir en Grindavík fimm. Njarðvík er með 24 stig í 4. sætinu en Grindavík 18 stig í 5. sæti. Sigurinn í gær var risastór í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en okkar konur vita þó vel að það er ekkert pláss til að slá slöku við á næstunni.

Næsti leikur Njarðvíkurliðsins í deildinni er gegn Fjölni þann 8. mars og er von á góðum slag sem og góðum gestum þar sem Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur boðið nemendum í 1. og 2. bekk frá Háaleitisskóla á leikinn.

Hér að neðan er hægt að nálgast umfjallanir um leikinn í gær:

Karfan.is: Njarðvík næsta öruggar í úrslitakeppni eftir sigur í Grindavík

Karfan.is: Bríet – Höfum alls ekki gefið upp von um að halda titlinum í Njarðvík

Vísir.is: Mikilvægur sigur Íslandsmeistaranna

Vísir.is: Erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki

Mbl.is: Njarðvík stakk grannana af í lokin

Mynd/ Ingibergur Þór