Öll sem eitt: Áfram NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Í síbreytilegu og stöðugt vaxandi umhverfi eignumst við betri leikmenn, starfið verður meira og í fleiri horn að líta. Á sama tíma og það er vissulega fagnaðarefni hve hratt körfuknattleik á Íslandi hefur fleygt fram þá má ekki láta deigan síga.

Við hjá Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur kappkostum við að tefla fram frambærilegum meistaraflokkum og halda úti öflug starfi sem vekur eftirtekt og áhuga yngri iðkenda í félaginu og víðar.

Körfuknattleiksdeild UMFN fer þess á leit við stuðningsmenn sína og alla áhugasama um að leggja deildinni til frjáls framlög þegar hentar og styðja þannig við áframhaldandi öfluga starfsemi eins sigursælasta klúbbs í íslenskum körfuknattleik frá upphafi.

Eins viljum við benda á að hægt er að skrá sig í stuðningsmannaklúbbinn Grænu Ljónin sem og versla árskort á heimaleiki Njarðvíkurliðanna.

Nánar um málið hér