Jólamót Lyftingarsamband Íslands fór fram nú á dögunum í Ásgarði, Garðabæ. Innna herbúða Massa leynast öflugir keppendur í Ólympískum lyftingum sem létu sig ekki vanta á mótið.
Þær Aþena Eir Jónsdóttir og Thelma Hrund Tryggvadóttir kepptu í -71kg flokki kvenna.
Thelma Hrund snaraði 63kg og jafnhenti 78kg sem skilaði henni 4.sæti í flokknum.
Aþena Eir snaraði 69 kg. Hún jafnhenti 88kg í annari umferð og sló þar með íslandsmet í U23 flokki kvenna.
Í þriðju umferð gerði Aþena tilraun til að jafnhenda 93kg sem hefði verið bæting á eigin íslandsmeti og einnig tryggt henni 1.sæti í flokkinum. Það mistókst því miður hjá henni og endaði hún því í 2.sæti.
Arnar Vigfússon keppti í -96kg flokki karla. Hann snaraði 85 kg og jafnhenti 95kg sem skilaði honum 2.sæti í flokknum.
Emil Ragnar Ægisson sigraði -81kg flokka karla er hann snaraði 115kg og jafnhenti 140kg. Emil endaði í öðru sæti á mótinu yfir hæstu Sinclair stig.
Í fyrsta sæti var suðurnesjamaðurinn Ingólfur Ævarsson sem keppir fyrir hönd Stjörnunar.
Ingólfur sló hreint út sagt magnað íslandsmet í jafnhendingu er hann jafnhenti 167kg eftir að jafa mistekist að lyfta lægri þyngdum í 1. og 2. umferð.
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Emil Ragnar til hægri og Ingólf vinstra megin við hann.
Nánari úrslit frá mótinu má sjá á vefsíðu LSÍ