Opna Íslandsmótið í Garpasundi 2018Prenta

Þríþraut

 

Enn og aftur tóku nokkrir félagar úr 3N þátt í viðburði og nú var það Opna Íslenska Garpasundmótið sem fór fram um helgina 4-5 maí í 25M Ásvallalaug í Hafnarfirði.

Enn og aftur vann Guðbjörg Jónsdóttir til verðlauna og nú var það gull í 800M skriðsundi kvenna á tíma 16.50.

Borgar Þór Bragasona vann til gullverðlauna í 200M skriðsundi karla á tímanum 2.32. og silfur í

50M skriðsundi á 28.70.

Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir keppti í 5 greinum og hafði á brott með sér brons í þeim öllum. Einnig tók hópurinn þátt í boðsundi og sendi 3 hópa, karlahóp og kvennahóp í 4x50m skrið og einn blandaðan hóp í 4x50m fjórsund og gekk þeim ágætlega.

Glæsilegur árangur hjá þessum félögum okkar, sem nú í fyrsta sinn tók þátt sem hópur í garpasundi Sundsambands Íslands.

Ljósmyndir frá mótinu er hér að finna:

https://www.flickr.com/photos/3n_umfn/albums