Orkumótið í Eyjum, tveir bikarar af fjórtán til NjarðvíkurPrenta

Fótbolti

Orkumótið í Eyjum lauk núna um helgina og vorum við með þrjú lið á mótinu. Eins og venjulega var mótið frábær skemmtun fyrir strákanna í 6. flokki, þó veðrið hafi ekki verið sem best. Okkur tókst að ná í tvo af fjórtán bikurum sem keppt er um, Álseyjar og Helliseyjarbikarinn. Þá var Denas Kazulis valin í Pressulið mótsins.

Myndirnar eru teknar af foreldrum drengjanna og fengnar að láni til að birta með fréttinni.