Öruggt gegn AftureldinguPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Aftureldingu 4 – 1 í Fótbolta,net mótinu í kvöld. Njarðvík byrjaði leikinn mjög vel og áttu nokkar góðar sóknir sem hefðu átt að enda með marki en það voru þó gestirnir sem voru fyrr til að skora á 25 mín. Arnór Björnsson jafnaði á 35 mín eftir skyndiupphlaup. Staðan jöfn í hálfleik.

Heimamenn byrjuðu seinnhálfleik með látum og Bergþór Ingi Smárason kom Njarðvík yfir á 48 mín, hann var svo aftur á ferðinni á 55 mín og staðan orðin 3 – 1. Arnór bætti sínu öðru marki við á 58 mín. Gestirnir náðu aldrei að ógna forystu Njarðvíkinga sem hefðu geta gert fleiri mörk en öruggur sigur í höfn.

Næsti leikur er eftir viku gegn Víking Ólafsvík í Reykjaneshöll.

Mynd/ Markaskorarnir Bergþór Ingi og Arnór með afmælisdrenginn Stefán Birgir sem er 25 ára í dag,