Öruggur sigur á Lloret de MarPrenta

Körfubolti

Stelpurnar í 2007 og 2008 árganginum hjá Njarðvík gerðu fyrr í sumar góða ferð á Lloret de Mar mótið á Spáni. Njarðvíkurliðið hafði stóran og öruggan sigur í mótinu þar sem Sara Björk Logadóttir var valin besti leikmaður úrslitaleiksins.

Bruno Richotti var þjálfari hópsins úti og Ingvi Þór Hákonarson skeleggur fararstjóri í verkefninu. Ungu konurnar voru félaginu til sóma og gekk verkefnið vel.

Njarðvík hefur á umliðnum árum tekið virkan þátt í Lloret de Mar mótinu og nú þegar hafa 2008 og 2009 drengir hafið sinn undirbúning vegna þátttöku í mótinu næsta sumar.

Mynd/ JBÓ: 2007 og 2008 stelpurnar í Njarðvík léku m.a. einn leik gegn Liverpool Baskeball Club á Spáni.