Öruggur sigur fyrir vestanPrenta

Körfubolti

Njarðvík gerði góða ferð vestur á Ísafjörð í gær með 82-115 sigri gegn Vestra í Subwaydeild karla. Með sigrinum hafa okkar menn 28 stig í 2. sæti deildarinnar en Íslandsmeistarar Þórs úr Þorlákshöfn hafa 30 stig á toppnum. Aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni og baráttan um deildarmeistaratitilinn og heimavallarréttinn í úrslitakeppninni í fullu fjöri.

Mario Matasovic var stigahæstur í gær með 26 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar og Fotis Lampropoulos bætti við 21 stigi og 13 fráköstum. Dedrick Basile var svo með 20 stig og 8 stoðsendingar og Nico ásamt Tenerife-bróður sínum Fotis splæsti líka í tvennu með 10 stig og 10 stoðsendingar.

Það er nóg við að vera á næstu dögum enda verður Subwaydeildin kláruð með hraði. Alls þrír leikir 25. -31. mars og lokaspretturinn hefst í Ljónagryfjunni gegn Stjörnunni þann 25. mars. Næstsíðasti leikurinn í deild er gegn ÍR 27. mars í Hertz Hellinum og í lokaumferðinni mætum við Keflavík í Ljónagryfjunni þann 31. mars. Grænar stúkur í alla leiki gott fólk!

Umfjallanir helstu miðla eftir leik:

Karfan.is: Njarðvík lagði Vestra á Jakanum

Mbl.is: Stórsigur Njarðvíkur fyrir vestan

Vísir.is: Njarðvík sótti stigin tvö fyrir vestan

Vísir.is: Liðin tíð að eltast við auðveldari viðureignir í úrslitakeppninni

Vísir.is: Ég er bara aumingi

Rúv: Njarðvík vann Vestra sem færist nær falli