Öruggur sigur gegn KVPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigrað KV örugglega 5 – 0 í Lengjubikarnum í kvöld. Njarðvíkingar voru að spila vel í kvöld og á köflum mjög vel þó mörkin hafi látið standa á sér í fyrrihálfleik en hann var marklaus.

Í seinnihálfleik enn á 47 mín skoraði Andri Fannar Freysson úr vítaspyrnu og 10 seinna skallaði Arnór Björsson boltann í netið glæsilega eftir fyrirgjöf fyrir markið. Þriðja markið kom svo á en þá skoraði Dani Cabrera með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. KV menn misstu tvo leikmenn útaf á 61 og 70 mín, þann fyrri fyrir grófa tæklingu á Dani og þann seinni eftir eitthvað sem hann gerði eftir að dæmd var aukaspyrna fyrir utan teig heimamann, þetta var seinna spjald hans. Fjórða markið koma síðan á 77 mín en það gerði Sigurður Þór Hallgrímsson og á 90 mín bætti Arnór Björnsson sínu öðru marki við með skalla.

Þetta var góður sigur hjá okkur í kvöld en lagt var upp með það að halda hreinu, halda áfram að þróa leikkerfi okkar og vinna leikinn. KV voru baráttuglaðir að vanda og skipulagðir sem vann með þeim, þá áttu þeir tvö skot annað í stöng og hitt í slánna og voru alltaf líklegir.

Þeir Atli Freyr Ottesen Pálsson og Fjalar Örn Sigurðsson léku sína fyrstu mótsleiki með Njarðvík í kvöld. Næsti leikur okkar er gegn KF í Reykjaneshöll sunnudaginn 19 mars.

Leikskýrslan Njarðvík – KV

Staðan í Riðli 3 B deildar  Lengjubikarsins

Mynd/ Dani, Andri Fannar, Sigurður Þór og Andri markaskoarar kvöldsins