Öruggur sigur gegn Stjörnunni í fyrsta leikPrenta

Körfubolti

Ljónynjurnar í Njarðvík eru komnar af stað í 1. deild kvenna og höfðu öruggan 69-50 sigur á Stjörnunni í Njarðtaksgryfjunni í gærkvöldi. Eitthvað fór þetta nú brösuglega af stað en með hverri mínútunni hertu okkar konur tökin uns þær höfðu öruggan sigur. Chelsea Jennings var atkvæðamest í sínum fyrsta leik fyrir félagið með 22 stig, 7 fráköst og 6 stolna bolta. Þá bætti Vilborg Jónsdóttir við 12 stigum, 9 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Næsti leikur liðsins er á Sauðárkróki laugardaginn 23. október kl. 16.00. Hér að neðan má nálgast umfjöllun og viðtöl frá Karfan.is eftir leik í gærkvöldi.

Karfan.is: Steindauðar Njarðvíkurstúlkur lifnuðu við

Myndasafn frá leiknum má nálgast á Facebook-síðu Njarðvíkur