Oumar Diouck hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnudeild Njarðvíkur til ársins 2026!
Oumar sem er belgískur sóknarmaður af senegölskum ættum kom sem stormsveipur inn í Njarðvíkurliðið fyrir tímabilið 2022 og átti stóran þátt í að koma liðinu upp í Lengjudeildina, sem og að hjálpa liðinu að halda sæti sínu þar í ár.
Upprunalega kom Oumar til Íslands árið 2020 og lék með KF í 2 tímabil áður en hann kom til Njarðvíkur.
Í 107 leikjum á vegum KSÍ hefur Oumar skorað 69 mörk á Íslandi, en 39 þeirra hafa komið í 62 leikjum fyrir Njarðvík.
Það er því sannarlega mikið gleðiefni að halda Oumar áfram í herbúðum Njarðvíkur til ársins 2026 og óskar Knattspyrnudeildin Oumar til hamingju með nýja samninginn.
Áfram Njarðvík!