Oumar Diouck kominn í 50 leiki fyrir NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Oumar Diouck með 50 leiki fyrir Knattspyrnudeild Njarðvíkur!

Oumar Diouck lék í gærkvöldi leik númer 50 fyrir Njarðvík í keppnum á vegum KSÍ.
Undir það teljast leikir í Íslandsmóti, bikarkeppni og deildarbikarnum.
Það var gegn ÍA sem Oumar spilaði fimmtugasta leikinn sinn, en hann gerði jafnframt mark númer 32 fyrir Njarðvík.

Oumar kom fyrst til Njarðvíkurliðsins frá KF fyrir tímabilið í fyrra og hefur svo sannarlega sitt svip sinn á samfélagið innan sem utan vallar, enda fyrirmyndar atvinnumaður og frábær leikmaður.

Knattspyrnudeildin óskar Oumar innilega til hamingju með áfangann og vonumst eftir að sjá hann í grænu treyjunni um ókomna tíð.

Áfram Njarðvík!