Oumar Diouck með 70 mörk fyrir Njarðvík, og 100 mörk alls á Íslandi!
Okkar allra besti Oumar Diouck gerði annað marka okkar manna gegn Keflavík í fyrri leik umspilsins Lengjudeildarinnar.
Markið var númer 70 hjá Oumar í grænu treyjunni, og reyndar mark númer 100 alls í leikjum á vegum KSÍ á Íslandi.
Markið gerir Oumar að þriðja markahæsta leikmanni í sögu félagsins. Fyrirliðinn okkar, Kenny Hogg, trónir þar á toppnum með 75 mörk.
Oumar kom til okkar Njarðvíkinga árið 2022 og hefur leikið með okkur allar götur síðan.
Áður hafði hann verið hjá KF í tvö tímabil og alls hefur hann leikið 160 leiki á vegum KSÍ.
Oumar er frábær leikmaður sem hefur aðlagast samfélaginu í Njarðvík vel, og er vel liðinn innan sem utan vallar.
Til hamingju Oumar, og megi mörkin verða sem flest til viðbótar!