Pálmi skrifar undir atvinnumannasamning hjá WolvesPrenta

Fótbolti

Pálmi Rafn Arinbjörnsson hefur skrifað undir atvinnumannasamning við enska úrvalsdeildarliðið Wolves, hann hefur verið á mála hjá félaginu síðan haustið 2019 þar sem hann æfir og leikur með U18 ára liði félagsins. Pálmi hefur leikið með U15, U16 og U17 ára landsliðum Íslands og á framtíðina fyrir sér.

Við óskum Pálma innilega til hamingju með samninginn og við munum fylgjast vel með honum í framtíðinni.

Hér má sjá tilkynningu á vef úrvalsdeildarfélagsins Wolves

Hér má sjá frétt á vef Víkurfrétta