Pálmi við æfingar hjá WolvesPrenta

Fótbolti

Pálmi Rafn Arinbjörnsson markvörður 3. flokks hefur verið við æfingar hjá enska úrvalsdeildar félaginu Wolves (Wolverhampton Wanderers) í eina viku. Hann lék einn leik með allan leikinn með U15 lið Wolves á miðvikudaginn í 3-0 sigri gegn Shrewsbury Town FC. Til stóð að hann myndi spila einnig með U 18 ára liðinu á laugardaginn en ekki fékkst leyfi frá enska knattspyrnusambandinu að hann myndi spila fyrir U18 liðið þar aðrar reglur gilda fyrir U18 en U15 þar í landi. Þjálfarar akademíunar hjá Wolves voru mjög ánægðir með hann og ræddu um að þeir vilja fá hann aftur út.

Mynd/ Pálmi Rafn