Miðvikudaginn 13. apríl heldur Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur páskeggjaleit í samstarfi við Nóa Siríus. Páskaeggjaleitin er hugsuð fyrir yngstu kynslóðirnar (helst 2. bekkur og yngri) en vissulega eru allir alltaf velkomnir í skrúðgarðinn í Njarðvík.
Við hefjum leik kl. 16.30 þann 13. apríl í skrúðgarðinum í Njarðvík og líkt og fyrri páskaeggjaleitir munu „leitarar” þurfa að þefa uppi páskamiða og skila þeim inn til að fá páskaegg. Við verðum með heitt súkkulaði á staðnum fyrir duglega leitara og duglegasti leitarinn sem finnur „risamiðann” verður leystur út með myndarlegu páskaeggi sem Kostur matvöruverslun í Njarðvík gefur í leitina.
Hvernig virkar páskaeggjaleitin?
- Leitarar mæta í Skrúðgarðinn rétt fyrir 16.30.
(fínt að allir safnist saman hjá aparólunni, við hleypum svo inn í garðinn) - Allir verða ræstir út á sama tíma og nóg er að finna 1-2 miða og skila þeim inn hjá kakóborðinu.
- Á kakóborðinu fá leitarar afhent lítið páskaegg og rjúkandi heitan kakóbolla.
- Eftir leit er Njarðvík-Fjölnir leikur 4 í úrslitakeppninni, hefst kl. 20.15.