Það verður fjör í Vatnaveröld næsta þriðjudag (15. mars) en þá verður haldið hið árlega Páskamót ÍRB. Á mótinu keppa sprettfiskar, flugfiskar, sverðfiskar, háhyrningar, framtíðarhópur, keppnishópur og afrekshópur.
Upphitun hefst kl. 17:00 og mótið byrjar kl. 17:30 eingöngu er keppt í 25m greinum og eru áætluð lok um kl. 19.
Allir þátttakendur fá páskaegg og 10 ára og yngri fá þátttökuverðlaun.
Okkur vantar aðstoð á mótinu við riðlastjórn, dómara, þul, ljósmyndara og fleira.
Endilega hafið samband við Hörpu ef þið getið aðstoðað við riðlastjórn, verið þulur eða ljósmyndari með því að senda póst á: harpastina@gmail.com
Dómarar eru beðnir um að skrá sig með tölvupósti til Hilmars: formadur.sk@gmail.com
Mótaskrá með fyrirvara um breytingar: