Pétursmótið 2018Prenta

Körfubolti

Karlalið Njarðvíkur hefur leik á Pétursmótinu 2018 annað kvöld en mótið er fjögurra liða mót haldið í minningu Péturs Péturssonar. Aðgangseyrir af miðasölu mun renna í minningarsjóð Péturs. Allir leikir mótsins fara fram í íþróttahúsinu í Keflavík og er miðaverð kr. 2000 og gildir miðinn á alla leiki mótsins. Frítt verður inn á mótið fyrir grunnskólanemendur.

Ásamt Njarðvík og Keflavík á mótinu mæta Grindavík og KR til leiks. Reykjanesbæjarrimman opnar mótið kl. 18.30 annað kvöld þegar Njarðvík og Keflavík eigast við og þar á eftir eða kl. 20.30 mætast KR og Grindavík.

Leikjadagskrá mótsins:

12. september
18.30: Keflavík-Njarðvík
20:30: KR-Grindavík

14. september
18:30: Keflavík-KR
20:30: Njarðvík-Grindavík

16. september
14:00 Njarðvík-KR
16:00 Keflavík-Grindavík