Philip Jalalpoor til liðs við UMFNPrenta

Körfubolti

Gengið hefur verið frá samningi við bakvörðinn Philip Jalalpoor fyrir komandi átök í körfuboltanum. Philip er 29 ára og þýsk/íransk ættaður, en Philip á nokkra leiki með landsliði Íran. Hann spilaði í Kanadíska háskólaboltanum í 4 ár með British Columbia skólanum áður en hann gerðist atvinnumaður.

Philip hefur spilað í 3. deildinni á Spáni ásamt Austurríki og síðast Þýskalandi. Síðustu tvö tímabil lék hann með Bayeruth sem er einmitt gamla lið fyrirliðans, Loga Gunnarssonar.

Við bjóðum Philip velkomin í ljónahjörðina.

Nokkrar klippur af kappanum sl. ár.