Rafael Victor til NjarðvíkurPrenta

Fótbolti

Rafael Alexandre Romão Victor til liðs við Njarðvík!

Portúgalski framherjinn Rafael Victor hefur skrifað undir samning við Njarðvíkurliðið um að leika með liðinu í sumar í Lengjudeildinni.

Rafael sem er 26 ára gamall lék með Hetti/Huginn í 2.deildinni í fyrra og hafði áður leikið með Þrótti Reykjavík í Lengjudeildinni tímabilið 2019/2020.

Framherjinn stóri og stæðilegi hefur alls leikið 43 leiki í keppnum á vegum KSÍ og skorað í þeim 25 mörk.

Rafael er nú að spila með Sertanense í heimalandi sínu, en er væntanlega í framhaldinu til Njarðvíkur í byrjun næsta mánaðar.
Auk Íslands og Portúgals hefur Rafael leikið í Ísrael og Póllandi.

Knattspyrnudeildin býður Rafael hjartanlega velkominn til félagsins.