Rafn Markús og Snorri Már þjálfa meistaraflokkPrenta

Fótbolti

Rafn Markús Vilbergsson og Snorri Már Jónsson hafa verið ráðnir næstu þjálfarar meistaraflokks, en þeir skrifuðu undir tveggja ára saming nú í morgun. Þeir eru báðir vel þekktir innan félagsins enda heimamenn og leikið og þjálfað hjá knattspyrnudeildinni áður.

Rafn Markús á að baki 179 leiki og skorað 53 mörk með meistaraflokki. Hann kom fyrst til okkar sumarið 2005 og samhliða því að leika með meistaraflokki var hann yfirþjálfari yngri flokka. Þá var hann þjálfari meistaraflokks Víðis í Garði í tvö tímabil, en kom aftur sl. vetur og var í leikmannahópi okkar á nýafstöðnu keppnistímabili, ásamt því að þjálfa liðið síðasta mánuðinn.

Snorri  Már kom fyrst til okkar keppnistímabilið 1994 og á hann að baki alls 172 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim 24 mörk. Snorri Már hóf þjálfaraferilinn sem þjálfari 2. flokks hjá Njarðvík árið 2009 og hefur einnig þjálfað yngri flokka hjá okkur árin 2014 og 15. Snorri Már þjálfaði meistaraflokk Reynis Sandgerði 2011 og meistaraflokk kvenna hjá Keflavík 2012. Nú síðast þjálfaði Snorri Már 2. flokk Hauka í Hafnafirði.

Af leikmannamálum meistaraflokks er það að frétta að við stefnum á að reyna halda öllum leikmönnum síðasta tímabils en það kemur fljótlega í ljós hvernig rætist úr því. Það er þó ljóst Ómar Jóhannsson markvörður og aðstoðarþjálfari síðustu ára verður ekki í okkar herbúðum en hann stefnir á önnur mið. Við þökkum Ómari fyrir þau þrjú tímabil sem hann var með okkur.

Eins og komið hefur fram á hefur Keflavík ákveðið að slíta samstarfi sem félögin hafa haft um 2. flokk. Við Njarðvíkingar höfum ákveðið að halda úti 2. flokki, enda mikilvægt að halda áfram að vinna með þeim drengjum sem hafa verið hjá okkur frá því þeir hófu æfingar í 7. flokki.

Sterk tenging hefur ávalt verið milli meistara- og 2. flokks og margir drengir fengið tækifæri í meistaraflokki hjá okkur snemma á ferlinum. Stefnt verður á að efla þessi tengsl enn frekar. Við skorumþví á alla þá drengi sem eru innan okkar raða að gefa verkefninu tíma til að koma því á legg, Snorri Már og Rafn munu strax hefjast handa á þriðjudaginn 11. okt kl. 18:50 í Reykjaneshöll Einnig viljum við bjóðum við þá drengi velkomna sem áhuga hafa á að vera með okkur í þessu verkefni, hvaðan sem þeir koma þeir sem hafa áhuga á að vera með er bent á að hafa samband við skrifstofu deildarinnar fyrir nánari upplýsingar.

Knattspyrnudeildin býður þá báða velkomna til starfa.

Mynd/ Snorri Már, Jón Einarsson formaður og Rafn Markús

undirritun2