Brynjar Þór aftur í slaginn
Ragnar Helgi Friðriksson er mættur aftur í Njarðvíkurbúning eftir veru sína hjá Þór Akureyri. Leikstjórnandinn öflugi var með 6,5 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá Þór síðasta timabil. Við bjóðum Ragnar Helga velkominn heim í Ljónagryfjuna á nýjan leik!
Þá hafa þeir Jón Arnór Sverrisson og Snjólfur Marel Stefánsson framlengt samningum sínum við Njarðvík en Jón Arnór var með 3,4 stig, 2,8 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Snjólfur glímdi við meiðsli hluta af síðustu leiktíð en kom sterkur inn á lokametrum deildarkeppninnar en Snjólfur var með 3,5 stig og 4,4 fráköst að meðaltali í leik í þeim 17 leikjum sem hann lék fyrir félagið.
Brynjar Þór Guðnason samdi svo við félagið á nýjan leik eftir veru sína hjá Reyni Sandgerði.
Mynd/ Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari ásamt þeim Ragnari Helga, Jóni Arnóri, Snjólfi og Brynjari Þór.