Þrír leikir fara fram í Subwaydeild kvenna í kvöld þar sem allra augu beinast að Reykjanesbæjarrimmu Njarðvíkur og Keflavíkur. Ljónagryfjan verður heldur betur lífleg þetta kvöldið en viðureign liðanna hefst kl. 20:15 og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.
Iðkendur úr minnibolta félagsins munu slá skjaldborg um völlinn í upphitun og skapa skemmtilega stemmningu. Þá verður Ungó-skotið á sínum stað þar sem skotvissir vallargestir geta unnið sér inn skemmtilega glaðninga.
Að leiknum sjálfum þá eru okkar konur á toppi deildarinnar með 24 stig en Keflavík í 5. sæti með 14 stig. Liðin hafa skipt tveimur deildarleikjum sín á milli, varið heimavellina. Njarðvík vann fyrsta leik 77-70 í Ljónagryfjunni en Keflavík vann annan leikinn 63-52 í Blue-höllinni. Leikur kvöldsins er því þriðja deildarviðureign liðanna af fjórum sem munu fara fram í deildinni.
Hlökkum til að fá ykkur í Ljónagryfjuna í kvöld!