Risaleikir í Ljónagryfjunni föstudag og laugardagPrenta

Körfubolti

Ljónagryfjan verður á iði þessa helgina þegar Njarðvíkurliðin fara í tvo stóra og myndarlega leiki. Átökin hefjast á föstudagskvöld þegar Stjarnan kemur í heimsókn í Domino´s-deild karla.

Viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar í Domino´s-deild karla verður lokaleikur 8. umferðar og hefst kl. 20:15. Ljónin á toppnum með Tindastól og Keflavík í 1.-3. deildarinnar með 12 stig en Stjarnan í 5.-6. sæti deildarinnar ásamt ÍR með 8 stig.

Laugardaginn 24. nóvember mætast svo Njarðvík og Grindavík í 1. deild kvenna þar sem von er á miklum slag. Leikurinn hefst kl. 16:30 í Ljónagryfjunni en Grindavík er um þessar mundir í 2. sæti deildarinnar með 8 stig en Njarðvík í 3.- 4. sæti ásamt Þór Akureyri með 6 stig.

Það verður því nóg við að vera í Ljónagryfjunni um helgina og við hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna í grænu á pallana og styðja okkar lið til sigurs.

Viðburður á Facebook: Njarðvík-Stjarnan

#ÁframNjarðvík #Ljónin