Risaleikur: Njarðvík-Haukar í undanúrslitum VÍS-bikarsinsPrenta

Körfubolti

Lokasprettur VÍS-bikarsins er genginn í garð. Karlaleikirnir fara fram í kvöld og kvennaleikirnir annað kvöld fimmtudaginn 17. mars. Fyrri leikur fimmtuagsins er Breiðablik-Snæfell kl. 17:15 og svo kl. 20:00 fer fram viðureign Njarðvíkur og Hauka.

Bikarhelgin er í beinni útsendingu hjá RÚV.

Nú rífum við fram alla grænu Njarðvíkurbolina okkar, förum inn á miðasölu appið Stubbur og tryggjum okkur miða í Smárann í Kópavogi. Stuðningurinn skiptir öllu máli og við ætlum okkur öll saman alla leið!

Miðaverð á undanúrslitaleiki er kr. 2500 fyrir fullorðna og 1000 kr. fyrir börn 6-16 ára. Miðaverð á úrslitaleiki er kr. 3000,- fyrir fullorðna og 1000. kr fyrir börn 6-16 ára.

Frétt KKÍ um úrslitahelgina

framNjarðvík