Njarðvík vann í kvöld sinn stærsta sigur í sögunni á heimavelli gegn Þór Akureyri. Lokatölur 113-52 en fyrir viðureign kvöldsins var stærsti sigur okkar gegn Þór 54 stiga sigur.
Jafnt var á með liðunum í fyrsta leikhluta en eftir það tóku ljónin öll völd á vellinum og stungu af. Kristinn Pálsson var stigahæstur í kvöld með 24 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar, Wayne Martin bætti við 23 stigum og 11 fráköstum og þá kom Chaz af bekknum með 18 stig.
Tveir öflugir sigrar í röð og næst á dagskrá er stórleikur í DHL-Höllinni þegar við mætum KR þann 21. nóvember. Þá mæta allir grænir og láta vel í sér heyra! Kyle lék ekki með í kvöld vegna meiðsla en vonast er til þess að hann verði klár í slaginn strax í næstu umferð.