Róbert Blakala áfram hjá NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Markvörðurinn Róbert Blakala hefur gert nýjan samning við Njarðvík um að leika áfram með liðinu og mun hann koma til okkar í mars. Hann kom til okkar stuttu fyrir upphaf Inkasso-deildarinnar og stóð í markinu í öllum 22 leikjum liðsins þar og stóð sig mjög vel svo eftir var tekið.

Knattspyrnudeildin þakkar Róberti fyrir að vilja taka slaginn með okkur aftur næsta sumar.