Robinson sagt upp samningiPrenta

Körfubolti

Samningi við Gerald Robinson hefur verið sagt upp og mun Gerald ekki koma til með að leika meira með liði UMFN.  Ákvörðun um að láta Robinson fara er að mestu leyti taktísk þar sem að þörfin fyrir betur þenkjandi leikmann í stöðu miðherja er mikil.  Robinson stóð sig með ágætum með liði UMFN og þökkum við honum hans framlag og óskum honum alls hins besta í sínum verkefnum.