Rúmlega 470 strákar á Njarðvíkurmótinu í dagPrenta

Fótbolti

Njarðvíkurmótið í 7. flokki fór fram í dag í Reykjaneshöll. Þetta er annað mótið í mótaröð okkar í Reykjaneshöll á þessu ári, Í dag léku rúmlega 470 strákar frá 13 félögum af líf og sál fótbolta. Mótið er leikið á átta völlum samtímis með 12 mín leiktíma.

Knattspyrnudeild Njarðvíkur þakkar þeim félögum sem tók þátt fyrir skemmtilegt mót og öllum þeim aðstandendum strákanna fyrir komuna en það hafa örugglega hátt í þúsund manns mætt að horfa á.