Verðlaunahátíð Körfuknattleikssambands Íslands fyrir nýafstaðinni leiktíð fór fram á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Í 1. deild kvenna var Rúnar Ingi Erlingsson valinn þjálfari ársins!
Chelsea Nacole Jennings var valin erlendur leikmaður ársins og þá var Vilborg Jónsdóttir valin í úrvalslið leiktíðarinnar.
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju en nánar má lesa um verðlaunaafhendingar dagsins hér á KKÍ.is og Karfan.is.