Rúni Klein Joensen nýr markmannsþjálfariPrenta

Fótbolti

Rúni Klein Joensen nýr markmannsþjálfari meistaraflokks karla hjá Njarðvík.

Njarðvík og Rúni hafa gert með sér samkomulag um að Rúni taki að sér þjálfun markvarða meistaraflokks á komandi leiktíð.
Rúni, sem er 49 ára Færeyingur, var sjálfur markmaður áður en hann sneri sér að markmannsþjálfun 28 ára gamall, þá sem yngri flokka þjálfari hjá Víkingur Gøta í heimalandi sínu.
Síðan þá hefur Rúni sem hefur bæði UEFA B gráðu og UEFA B Markmannsþjálfararéttindi verið markmannsþjálfari hjá U15, U17, U21 árs karla yngri landsliðum Færeyja sem og A landsliði kvenna ásamt að hafa verið markmannsþjálfari karlaliðs Víkingur Gøta í nokkur ár.

Óhætt er að segja að Færeysk innrás heldur áfram hjá Njarðvíkurliðinu, en Rúni er faðir Martin Klein, framherja Njarðvíkurliðsins, ásamt því að fyrir hjá klúbbnum er auðvitað Kaj Leo í Bartalsstovu.

Á sama tíma og okkur hlakkar til samstarfsins við Rúna vill Knattspyrnudeildin koma þökkum til fráfarandi markmannsþjálfara, Helga Má Helgasonar, sem hefur sinnt starfi sínu af mikilli sæmd.
Hlökkum til að sjá Helga á vellinum í sumar.

Og bjóðum Rúna hjartanlega velkominn til starfa!