Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í Lengjudeildinni að ári eftir flottan 3-0 sigur gegn Völsungi á Rafholtsvellinum í gær.
Mörk Njarðvíkur í leiknum gerðu Ari Már, Einar Orri og Samúel Skjöldur.
Enn eru 4 umferðir eftir að mótinu en Njarðvík eru með 46 stig eftir 18 umferðir. Markatalan er 52-16.
Fast á hæla Njarðvíkur fylgja Þróttur R. með 39 stig og hvetjum við því alla Njarðvíkinga til að flykkjast bakvið liðið í að gulltryggja bikarinn heim í þessum síðustu 4 leikjum.
Leikirnir sem eftir eru eru eftirfarandi:
Ægir – ÚTI 26.08 – KL 18:00
KF – ÚTI 03.09 – KL 14:00
Höttur/Huginn – HEIMA – 10.09 – KL 14:00
ÍR – ÚTI – 17.09 – KL 14:00
Áfram Njarðvík!