Annáll 2013
Júdódeild UMFN hafði frá stofnun gefið börnum og unglingum tækifæri á að æfa júdó án endurgjalds með vel menntuðum þjálfurum og í topp aðstöðu sem deildin er í núna í dag. Í haust ákvað Íþrótta- og tómstundaráð að hefja aftur með hvatagreiðslur eins og voru hér fyrir nokkrum árum. Samhliða þeirri ákvörðun ákvað stjórn júdódeildarinnar að æfingagjöld skyldu sett á, sem yrðu jafn há hvatagreiðslunum. Með þessu vildi stjórnin tryggja fjárhagslegt sjálfstæði deildarinnar en jafnframt gefa þeim sem vildu æfa júdó kost á því að fá æfingargjöld sín endurgreidd, og þannig halda áfram þeirri stefnu að allir geti æft íþróttir óháð fjárhag ungmenna eða foreldra.
Í nóvember 2012 fékk deildin afhenta nýja og glæsilega æfingaraðstöðu að Iðavöllum 12 sem deildin deilir með Taekwondó-deild Keflavíkur. Þessi nýja æfingaaðstaða gjörbyltir allri umgjörð og aðstöðu fyrir iðkendur og gefur deildinni enn betra tækifæri til að stækka og styrkjast. Í desember voru svo keypt tæki og búnaður fyrir deildina og á sama tíma var sett fjaðrandi gólf fyrir iðkendur júdódeildarinnar sem gerir það að verkum að allar æfingar verða öruggari.
Í maí fór deildin í æfinga- og keppnisferð til Svíþjóðar á Budo Nord sem er alþjóðlegt mót og æfingabúðir. Júdódeildin sendi sex iðkendur sem stóðu sig með prýði þar sem að á mótinu voru meðal annars landsliðsmenn ýmissa landa, m.a. Íslands.
Í nóvember fóru fjórir iðkendur svo á Hillerod International. Það er alþjóðlegt mót þar sem flestir sterkustu júdókeppendur heims koma saman. Árangurinn júdófólks JDN var hreint út sagt frábær en deildin fékk 1 gullverðlaun og 2 bronsverðlaun sem verður að teljast einstakur árangur á svo sterku móti.
Iðkendur eru núna rétt um 130 talsins og hefur fjöldinn allur af keppendum farið á innanlandsmót og hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Iðkendur hafa unnið til eins Íslandsmeistaratitils, eins vormótsmeistaratitils, tveggja afmælismótstitla, þriggja haustmótstitla auk fjölda annarra verðlauna og í heildina eru komnir 38 verðlauna- peningar í hús það sem af er ári (nóvember 2013, 7 gull, 25 silfur og 13 brons).