Árið 2016 hefur verið það allra besta frá upphafi. Í janúar fóru Reykjavík International Games fram  í Laugardalshöllinni. Það er alþóðlegt mót þar sem júdófólk frá öllum heimshornum mætir.  Bjarni Darri Sigfússon varð þriðji í því móti þar sem Frakkland varð í fyrsta og Pólland í öðru sæti.  Á milli viðureigna kepptu svo þeir Ægir Már Baldvinsson og Bjarni Darri í öðru móti í backhold og glímu. Það mót var haldið í Ármannsheimilinu í Laugardal, þar sem fleiri Njarðvíkingar þreyttu einnig keppni. Ægir Már varð annar í -80kg flokki unglinga í glímu þrátt fyrir að vera aðeins 60kg og Bjarni varð þriðji í sama flokki. Halldór Matthías varð annar í +80kg flokki unglinga og Gunnar Gústav Logason kom öllum á óvart og  varð þriðji í þungavigt karla í glímu. Um kvöldið fór svo fram keppni í backhold þar sem Ægir Már ákvað að taka þátt í, þrátt fyrir að vera búinn á sál og líkama eftir átök dagsins.  Á þessu móti mættu skoska og sænska landsliðið.  Tveir keppendur úr Njarðvík kræktu í þriðja sætið í fjórum þyngdarflokkum,  þau Heiðrún Fjóla og Ægir Már. Halldór Matthías var keppandi mótsins með því að sigra +80kg flokki unglinga aðeins 15ára að aldri.  Fyrsta keppnishelgi ársins gaf því Njarðvíkingum 9 alþóðleg verðalaun.

Í febrúar fór fram lokamót í íslenskri glímu.  Bjarni Darri Sigfússon hampaði þar þar fyrsta Íslandsmeistaratitli Njarðvíkinga á árinu í -80kg flokki unglinga, þétt á hæla honum kom Ægir Már Baldvinsson í öðru sætinu.

Í apríl dró til tíðinda því þá var sannkallað gullregn hjá júdódeildinni. Þann 16. apríl kepptu Bjarni, Ægir og Halldór á Íslandsmóti fullorðinna í júdó.  Ægir sigraði -60kg flokk karla en Bjarni og Halldór enduðu í 5. sæti í sínum flokkum.  Bjarni var ekki nógu ánægður með árangur sinn í -66kg flokknum og skráði sig í opinn flokk karla sem er merkilegt fyrir þær sakir að engin þyngdartakmörk eru í þeim flokki og ekki er vaninn að svo léttir menn keppi í flokknum, hvað þá 17 ára kríli.  Bjarni gerði sér lítið fyrir og sigraði þrjá karla og þar af voru voru þrír í -100kg flokki (milli 90 og 100kg).  Í úrslitaviðureigninni mætti hann svo Þormóði Jónssyni ólympíufara. Eftir nokkra rimmu náði Þormóður að halda Bjarna í gólfinu þar til hann gafst upp.  Bjarni og Ægir voru ekki búnir því að þeir voru varla búnir að kólna þá lögðu þeir af stað á Evrópumeistaramót U21  í fangbrögðum (wrestling) sem fór fram  þann 18. apríl í Frakklandi, nánar tiltekið í Brest. Þannig fór að Ægir varð Evrópumeistari í þeim tveimur greinum sem keppt var í og Bjarni Darri varð þriðji í backhold og annar í gouren þar sem hann sigraði fyrrverandi Evrópumeistara í backold og Skotlandsmeistara í júdó. Bjarni Darri tapaði mjög naumlega úrslitaglímunni eftir að hafa verið yfir nær allan tímann.

Þann 30. apríl var svo Íslandsmót barna og unglinga. Keppt var í aldurflokkunum 11-12ára, 13-14 ára 15-17 ára og 15-20 ára.  Þannig fór að allir krakkarnir úr Njarðvík sem voru eldri en 15 ára urðu Íslandsmeistarar í sínum þyngdarflokki.  Það voru þau Heiðrún Fjóla Pálsdóttir, Bjarni Darri Sigfússon, Ægir Már Baldvinsson, Jana Lind Eggertsdóttir og Halldór Matthías Ingvarsson.  Þessir krakkar kepptu einnig aldursflokk upp fyrir sig og urðu þau Ægir og Jana einnig Íslandsmeistarar í flokki U21 en þau Bjarni, Halldór og Heiðrún urðu í 2. sæti en Heiðrún handleggsbrotnaði í úrslitaviðureigninni og neyddist til að hætta.  Ingólfur Rögnvaldsson gerði sér lítið fyirr og sigraði í flokki 13-14 ára.

Í maí fóru Bjarni og Ægir á Norðurlandameistaramótið í júdó en Heiðrún þurfti að sitja heima eftir beinbrotið á Íslandsmótinu.  Þeir kumpánar stóðu sig með prýði á mótinu og Bjarni Darri krækti í 4./5. sætið af 23 í U18 -73kg flokki en Bjarni meiddist snemma í mótinu en kláraði þó og krækti sér í alþjóða stig.  Ægir datt snemma út í U18 en fékk uppreisn æru þegar hann fékk þáttökurétt í U21 hann átti nokkrar mjög góðar viðureignir en endaði í sjöunda sæti af 21.

Fyrstu helgina í ágúst fór íslenska landsliðið í glímu með sína sterkustu unglinga til að keppa í Skotlandi á Hálandaleikunum í Bridge of Allan undir minnismerki Sir William Wallace eða “Braveheart”.  Íslensu keppendurnir stóðu sig frábærlega.  Gunnar Örn Guðmundsson keppti í tveimur þyngdarflokkum í unglingaflokki aðeins þrettán ára gamall og einnig fékk hann að vera með í karlaflokki.  Hann varð þriðji í sínum þyngdarflokki og fimmti í þyngri flokkunum sem og fullorðinsflokki. Keppandi mótsins var án ef a Halldór Matthís Ingvarsson sem sigraði opinn flokk unglinga og varð þriðji í opnum flokki fullorðina á eftir Evrópumeistaranum og þjálfara sínum og liðsfélaga, Guðmundi Stefáni Gunnarssyni.  Guðmundur og Halldór áttust við í undanúrslitum og áttu harða rimmu þar sem Guðmundur lagði Halldór á reynslunni.

Gunnar Gústav Logason fór í keppnisferð til Englands þar sem hann keppti á ensku meistaramótaröðinni í backhold.  Gunnar kom heim með nokkur brons og silfurverðlaun.

Í september nánar tiltekið þann 24. var Íslandsmeistaramót barna og unglinga haldið í Bardagahöllinni að Iðavöllum 12.  Yngstu keppendurnir stóðu sig með ágætum og nældu Daníel Dagur, Stefán Elías og Jóel Helgi  í brons í flokki 12-13 ára.  Jana Lind krækti í þriðja sætið í 70kg flokki unglingstúlkna 16-17ára.  Ægir Már Baldvinsson sigraði hvern andstæðinginn á fætur öðrum en tapaði óvænt á síðustu 30 sekúndunum eftir að hafa verið yfir allan tímann í úrslitabardaganum og lenti því í 2. sæti. Halldór Matthías Ingvarsson sigraði +70kg flokk unglinga með algjörum yfirburðum og Bjarni Darri sigraði -70 kg flokk unglinga sem og opinn flokk þar sem ekki er tekið tilliti til þyngdarflokka.

Í október var Haustmót U21 haldið í Grindavík.  Njarðvíkingar létu sig ekki vanta þar og kræktu í annað sæti liða með frábærri frammistöðu.  Snævar Ingi Sveinsson vann til bronsverðlauna í U13 og Daníel Dagur og Ingólfur urðu Haustmótsmeistarar í U15.  Ægir Már keppti í -66kg flokki í U18 þrátt fyrir að vera aðeins 59,8kg en þar varð hann annar.  Hann tók sig saman í andlitinu og keppti upp fyrir sig í aldri og tvo þyngdarflokka þar sem hann skráði sig í -73kg flokk 20ára og yngri.  Hann sigraði þann flokk nokkuð örugglega og varð Haustmótmeistari.

Þann 22. október fóru þau Jana Lind og Ægir Már til Selfoss og kepptu á Haustmóti JSÍ í fullorðinsflokki.  Jana stóð sig mjög vel en náði ekki í sæti að þessu sinni.  Ægir krækti í annað sætið með góðri frammistóðu þar sem hann tapaði gegn ógnarsterkum svartbeltingi frá Akureyri, Dofra Vikari Bragasyni.

Þann 29. október fór síðan fram Íslandsmeistaramót í íslenskri glímu U15.  Þar eignuðumst við tvo nýja Íslandsmeistara, Jóhannes Pálsson sem sigraði 11 ára flokkinn og svo Daníel Dag Árnason sem sigraði flokk 13 ára.