Saga Massa
Lyftingar- og líkamsræktardeild UMFN var stofnuð 11.febrúar árið 1995 með það að markmiði að veita iðkendum á öllum aldri vettvang til að stunda lyftingar og líkamsrækt í hvetjandi umhverfi. Deildin býður upp á aðstöðu sem miðar að því að efla styrk, úthald, hreyfigetu og almenna heilsu.
Á undanförnum árum hefur lyftingaíþróttin og almenn líkamsrækt notið aukinna vinsælda á Íslandi, bæði sem keppnisíþrótt og sem hluti af heilbrigðum lífsstíl. Með tilveru deildarinnar getum við eflt þessar íþróttagreinar í Reykjanesbæ og boðið iðkendum, hvort sem þeir eru byrjendur eða reynslumiklir íþróttamenn, aðgang að faglegri þjálfun og fullkominni aðstöðu.
Lyftingar- og líkamsræktardeildin leggur mikla áherslu á einstaklingsmiðaða nálgun, jákvæða reynslu og félagslega þátttöku. Með markvissri þjálfun, öflugu samfélagi og áherslu á alhliða heilsu er deildin kjörinn vettvangur fyrir alla sem vilja stunda lyftingar og líkamsrækt á skemmtilegan og árangursríkan hátt.
ÁFRAM UMFN
Samþykkt/lög Massa U.M.F.N
1.gr.
Félagið heitir
Lyftinga og Líkamsræktardeild Massi U.M.F.N
2. gr.
Heimili félagsins og varnarþing er í Njarðvík
Norðurstígur 2. 260. Njarðvík
3. gr
Tilgangur félagsins er að æfa og keppa í lyftingum og líkamsrækt
4. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að stunda æfingar og keppni.
5.gr.
Félagsaðild
Til þess að geta gerst félagi þarf viðkomandi að vera orðin 16 ára og félagi í U.M.F.N
6.gr.
Aðalfundur skal haldinn einu sinni á ári og til hanns boðað með 2 vikna fyrirva til að hann teljist löglegur.
Störf Aðalfundar.
1.Fundur settur.
2.Kosinn fundastjóri og ritari.
3.Ársskýrsla lögð fram og rædd.
4.Reikningar lagðir fram og ræddir
5.Árgjöld ákvörðuð.
6.Rætt um framkomnar tillögur og atkvæði greidd um þær.
7.Stjórnarkjör
8.Kjósa skal endurskoðanda.
9.Kosning lyftingarmaður ársins í kvenna og karlaflokki.
10.Önnur mál.
11.Fundarslit.
7. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum þ.e. formanni og galdkera,ritara og tveimur meðstjórnendum.Stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs í senn en formaður skal kosinn á hverjum aðalfundi. Daglega umsjón félagsins annast formaður og gjaldkeri.
Mót félagsins eru í höndum stjórnar.
8.gr.
Formaður Massa boðar stjórnarfundi og stjórnar þeim.
9.gr.
Endurskoðendur Massa eiga rétt á að kynna sér bókhald félagsins hvenær sem þeim þóknast.
10.gr.
Gerist aðili félagsins brotlegur við lög og samþykktir félagsins getur stjórn Massa vísað honum úr félaginu.
11.gr.
Einungis Íslenskir ríkisborgarar geta orðið Íslandsmeistarar.
12.gr.
Íslandsmet má einungis setja á alþjóðlegum mótum IPF, Íslandsmeistaramótum, Sumarmóti KRAFT, Bikarmóti KRAFT og öðrum mótum, sem tilkynnt eru til stjórnar KRAFT í Septermánuði ár hvert.Til að Íslandsmet verði samþykkt þarf að tilkynna það til stjórnar KRAFT innan 14 daga frá móti.
13.gr.
Falli keppandi á lyfjaprófi þá fer hann í 18 mánaða keppnisbann á mótum innanlands, en á mótum erlendis á vegum IPF skal bannið vera 2 ár.Við ítrekað brot verður viðkomandi vísað úr félaginu.
14. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur deildarinnar. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.
15. gr.
Félagsgjald er ákvarðið á aðlafundi ár hvert.
16. gr.
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til tækjakaupa og endurnýjunar á þeim
17. gr.
Ákvörðun um slit félags verður tekin á aðalfundi og renna eignir þess til Ungmennafélags Njarðvíkur.