Körfuknattleiksdeild UMFN hefur sagt upp samningi sínum við Carmen Tyson-Thomas leikmann kvennaliðs félagsins. Carmen hefur þar með leikið sinn síðasta leik þó enn séu þrír leikir eftir í deildarkeppni Domino´s-deildar kvenna.
Ástæða uppsagnarinnar eru samskiptaörðugleikar án þess að tíunda hvað í þeim felst. Við það ástand var ekki unað og því mat körfuknattleiksdeildar UMFN að enda samstarfið.
Óumdeilt er að hæfileikar Carmen Tyson-Thomas eru gríðarlegir á körfuboltavellinum og er henni þakkað sitt veglega framlag til félagsins og óskar körfuknattleiksdeildin henni velfarnaðar.
Fyrir hönd stjórnar KKD UMFN
Róbert Þór Guðnason, formaður