Severino Salvador (Nino) með þjálfaranámskeið fyrir NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur á von á góðum gesti þegar Severino Salvador eða Nino eins og hann er kallaður mun halda þjálfaranámskeið fyrir þjálfara körfuknattleiksdeildar UMFN.

Nino er reyndur þjálfari frá Spáni og starfar nú fyrir vini okkar Njarðvíkinga hjá Paterna í Valencia. Nino heldur námskeiðið núna 8. og 9. október og mun fylgjast með æfingum nokkurra flokka.

Heimsókn Nino til Íslands er einn af liðum samstarfsins við Paterna á Spáni en Nino er FIBA þjálfari og hefur m.a. þjálfað fyrir Valencia, UCAM Murcia og auðvitað Paterna.