Sex Íslandsmeistarar frá MassaPrenta

Lyftingar

Íslandsmeistaramót í bekkpressu og klassískri bekkpressu fór fram um helgina. Mótið var haldið af Lyftingarfélagi Kópavogs í Sporthúsinu Kópavogi.

8 keppendur frá Massa tóku þátt í mótinu með góðum árangri. Það voru þó fleirri úr hóp Massa sem komu að mótinu. Að öllum öðrum ólöstuðum þá vill stjórn Massa sérstaklega þakka Kristleifi Andréssyni sem sinnti dómgæslu, Daníel Patrick Riley fyrir að standa vaktina sem stangarmaður ásamt Ásmundi Rafnari Ólafssyni sem snéri aftur eftir hlé sem yfirstangarmaður. 

Íris Rut Jónsdóttir varð Íslandsmeistari í -63kg opnum flokki kvenna er hún lyfti 75kg.

Elsa Pálsdóttir varð Íslandsmeistari í -76kg Master 3 flokki kvenna er hún 65kg sem var jafnframt bæting á eigin Íslandsmeti um 2,5kg.

Þóra Kristín Hjaltadóttir varð önnur í -84kg Master 1 flokki kvenna í klassískri bekkpressu er hún lyfti 75kg. Þóra Kristín keppti einnig í búnaði og varð Íslandsmeistari í -84kg Master 1 flokki kvenna er hún lyfti 82,5kg.

Andri Fannar Aronsson og Gunnar Ragnarsson kepptu báðir í -74kg drengja flokki. Andri Fannar varð Íslandsmeistari er hann lyfti 117,5kg og vann einnig bikar fyrir a vera stigahæstur í drengjaflokki. Gunnar endaði í öðru sæti með 95kg en hann gerði tilraun til að rjúfa hin fræga 100kg múr en það gekk því miður ekki í þetta skiptið.

Samúel Máni Guðmundsson varð Íslandsmeistari í +120kg unglingaflokki karla er hann lyfti 130kg.

Þorvarður Ólafsson mætti aftur á keppnispallinn eftir nokkra ára hlé. Hann endaði í öðru sæti í -120kg opnum flokki karla með 182,5kg eftir spennandi keppni við Einar Örn (“loftpressuna”) frá skaganum.

Benedikt Björnsson varð Íslandsmeistari í -93kg Master 1 flokki karla er hann lyfti 140kg. 

Við óskum keppendum innilega til hamingju með árangurinn og þökkum Lyftingarfélagi Kópavogs fyrir vel heppnað mótahald.

Heildarúrslit mótsins má finna hér

Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu Massa