Sex ungir og efnilegir leikmenn semja við NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Njarðvík samdi nýverið við sex unga og efnilega leikmenn úr yngri flokka starfi félagsins. Hér eru á ferðinni öflugir og efnilegir peyjar sem eiga vafalítið eftir að láta vel að sér kveða næstu árin. Leikmennirnir sem samið var við til næstu tveggja ára eru:

Kristinn Einar Ingvason
Almar Orri Jónsson
Logi Örn Logason
Ómar Orri Gíslason
Ómar Helgi Kárason
Viktor Garri Guðnason

Allir leikmennirnir léku í 10. og 11. flokki á síðustu leiktíð og munu áfram láta vel til sín taka með yngri flokkum UMFN ásamt því að feta sín fyrstu skref í meistaraflokki.

„Hér eru á ferðinni framtíðarleikmenn hjá félaginu og það verður gaman að sjá þá taka sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins. Við erum að gera vel í yngriflokka starfi félagsins sem er að skila okkur öflugum leikmönnum bæði drengja- og stúlknamegin en það starf er auðvitað grundvöllurinn fyrir velgengni félagsins í baráttunni á meðal þeirra bestu,” sagði Einar Jónsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.

Almar Orri Jónsson

Kristinn Einar Ingvason