Shuttle Iceland með sætaferðir í Laugardalshöll 14. febrúarPrenta

Körfubolti

Njarðvík og KR mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins fimmtudaginn 14. febrúar næstkomandi. Leikurinn hefst kl. 20:15 í Laugardalshöll í Reykjavík og mun Shuttle Iceland ( Shuttle.is ) bjóða upp á sætaferðir á leikinn fyrir stuðningsmenn Njarðvíkurliðsins.

Almennt sætaverð með Shuttle Iceland verður 1500 kr. á mann og verður lagt af stað frá Ljónagryfjunni kl. 18.30 á leikdegi. Bóka þarf sæti hjá info@shuttle.is og fá staðfestingu um að sæti hafi verið skráð á viðkomandi. Hægt er að senda inn bókanir núna.

*Kaupið bikarmiðana hér!