Síðasta Njarðvíkurmótið fór fram í dagPrenta

Fótbolti

Loka mótið í Njarðvíkurmótaröðinni í Reykjaneshöll í morgun þegar keppt var í 8. flokki. Þessu móti var frestað í byrjun febrúar vegna þess að verðurspá fyrir keppinsdaginn var afleit. Alls mættu til leiks í morgun um 290 strákar og stelpur frá 10 félögum sem skemmtu sér í fótbolta.

Þetta var mót númer sex hjá okkur í vetur og hafa hafa um 1,500 keppendur tekið þátt í þeim. Þá eru ótaldir sá fjöldi foreldra og annara aðstandenda keppenda.

Barna og unglingaráð Njarðvíkur þakkar öllum þeim keppendum og þjálfurum fyrir þátttökuna, einnig öllum þeim aðstandendum sem mættu í Reykjaneshöllinna. Einnig þakkar ráðið þeim fjölda félagasmanna sem lögðu fram vinnu við mótin hjá okkur og einnig þeim fyrirtækjum sem studdu við þau líka.

Myndirnar eru frá mótinu í dag.